Síðast uppfært 24.2.2015

IDR - skráning á skipulags skrám

Skrár sem eru stórar

Skipulags skrár eru oft mjög stórar. Það getur gengið illa að hlaða upp skrám í IDR sem eru mjög stórar, t.d. stærri en 10 MB og það getur gengið illa fyrir þær að birtast í skoðaranum á skráningarsíðunni. Ef það gengur illa að hlaða skrám upp sem eru mjög stórar þarf að hafa samband við Snertil og senda skrárnar til Snertills einhvern vegin eins og til dæmis í gegn um Dropbox. Starfsmenn Snertills munu þá sjá um að setja skrárnar inn þannig að það sé hægt að skrá þær. Ef það gengur illa að birta skrá í skoðaranum vegna þess að hún er mjög stór þá er hægt að slökkva á skoðaranum á meðan það er verið að skrá tiltekna skrá. Þá þarf að vera með skrána fyrir framan sig á tölvunni af því að það er ekki hægt að lesa upplýsingar af henni í skoðaranum. Til þess að slökkva á skoðaranum þarf að fara í "Stjórnborð->Mínar stillingar" og þar þarf að haka við "Ekki birta skoðara" og smella á "Vista".

Skráning á skipulögum í IDR

Nöfnin á sviðum í skráningarsíðunni eru aðeins öðruvísi í IDR en á gömlu skráningarsíðunni fyrir Skipulög. Það þarf að velja tegund sem er tegund af skipulagi.

Svið í gömlu skráningarsíðunniSamsvarandi svið í nýju skráningarsíðunni
HverfiHverfi
SkipulagUndirtegund
Svæði nr.Svæði nr.
Heiti deiliskipulagsSkýring
SkýringAthugasemd
DagsDagsetning
Auglýst í B-deildAuglýst í B-deild
KvarðiKvarði
HönnuðurHönnuður
TeikninúmerTeikning nr.
BlaðstærðBlaðstærð
FylgigögnFylgigögn
BreyttAthugasemd breytingar
Dags breytingarDags. Breytingar
GildistakaGildi
Samþykkt bæjarstjórnarDags. Samþykkt
Samþykkt skipulagstjóra ríkisinsSamþykkt skipulagstjóra ríkisins
Samþykkt SkipulagsnefndarSamþykkt Skipulagsnefndar
Samþykkt RáðherraSamþykkt Ráðherra
Svið í skráningu